Pizza er góð!

Þessi færsla er tileinkuð afmælis-dreng dagsins, Stefáni Finnbogasyni (22, t.v.).

Myndar-menn

Flestir geta verið sammála um það að pizza sé í flestum, ef ekki öllum tilfellum, góð. Jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að vond pizza sé örlítið betri en næsta fæðutegund á eftir. Út frá þeirri staðhæfingu getum við ennfremur fengið að ekki sé til verri hlutur en vöntun á pizzu, þ.e. einhver pizza er alltaf betri en engin pizza.

Nóg um það. Ég kann ágæta uppskrift sem ég ætla að deila á þessari síðu. Ég rændi henni sjálfur af internetinu fyrir þónokkru síðan. Í henni er spelthveiti sem mér finnst oft betra en hvítt hveiti, þó hvítt hveiti sé vissulega heróín braðunnenda og er gott og gilt fyrir þá sem það þola.

Botninn (í eina bleddsu) er búinn til úr:

 • 250 g spelthveiti/hveiti/ryk/duft/sement
 • 3-4 tsk lyftiduft
 • 125 ml vatn
 • 2 msk ólífuolía
 • 1/2 tsk salt

Á bleddsuna (e. pizzuna) hef ég svo fundið upp fullkomna (kjötlausa) samsetningu af áleggi. Hún er eitthvað á þessa leið:

 • sósa
 • ostur
 • kotasæla
 • sveppir
 • sólþurrkaðir tómatar
 • tómatar
 • chili krydd og/eða græn piparkorn (mikilvægt vegna fjarveru pepperóne)

Sósan samanstendur af (og er að einhverju leiti stolin af Sigga Hall)

 • dós af hökkuðum tómötum
 • dós af tómatpúre
 • ólífuolía
 • 1-2 hvítlauksgeirar
 • smá sopi balsamico edik
 • salt / pipar

Smellt í blender/töfrasprota/steypuhrærara.

Baka botnana fyrst í ofni í smástund, henda svo áleggi á, 250 gráðu van-blástur í ofn, baka þar til pizzan er ekki fljótandi lengur og farin að myndast gull-brúnuð ostafilma yfir henni, þ.e. þegar hún fer að líta út fyrir að vera pizza. Stundum hendi ég rucola og balsamico yfir pizzuna eftir bökun. Það er snilld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *