Weekend projects

The weekend was spent building some Arduino stuff. This button / display box is a part of a larger project that will be revealed on the 22nd of August. I’m pretty happy with the results. It doesn’t really do anything yet, it’s just a “dumb UI” at the moment. Eventually it will be used to trigger events on a Raspberry PI through a serial connection but for now it’s just a glorified countdown timer.

I used an 8-bit shift register (8745AR) to power the display. The Arduino code can be found as a Github Gist.

2015-07-25 17.03.29

DromTriks 300

DromTriks

DromTriks 300 is a drum machine sequencer prototype built by Halldór Eldjárn & Kristján Eldjárn.

It currently has four tracks, each with one instrument. Bass drum, snare drum, hi hat and the “Funky” drum which is capable of producing FM style sounds. Those instruments were hacked together last minute and will be thoroughly revised before the next iteration. Apart from that they produce lovely sounds and you can see it in action in the video below.

The drum synth is running on a Raspberry Pi B+. We are using the TonicAudio library to define and render the sounds. The current version uses the Linux ALSA library to interface with the built in audio card of the Raspberry Pi.

It is equipped with 6 potentiometers and a 4 by 4 led button array for sequencing. The user interface is handled by an Arduino Mega 2560 which sends signals over serial bus to the Raspberry Pi which in turn tunes the drums or manipulates the sequences.

Next steps
– Make tempo adjustable (currently fixed to 120 BPM, lol)
– Use a different audio card for better D/A conversion. Currently it’s very noisy.
– Define more and better instruments
– Make the sequencer support loops longer than 1 bar.
– Use GPU for hardware acceleration to prevent dropping audio frames

Pizza er góð!

Þessi færsla er tileinkuð afmælis-dreng dagsins, Stefáni Finnbogasyni (22, t.v.).

Myndar-menn

Flestir geta verið sammála um það að pizza sé í flestum, ef ekki öllum tilfellum, góð. Jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að vond pizza sé örlítið betri en næsta fæðutegund á eftir. Út frá þeirri staðhæfingu getum við ennfremur fengið að ekki sé til verri hlutur en vöntun á pizzu, þ.e. einhver pizza er alltaf betri en engin pizza.

Nóg um það. Ég kann ágæta uppskrift sem ég ætla að deila á þessari síðu. Ég rændi henni sjálfur af internetinu fyrir þónokkru síðan. Í henni er spelthveiti sem mér finnst oft betra en hvítt hveiti, þó hvítt hveiti sé vissulega heróín braðunnenda og er gott og gilt fyrir þá sem það þola.

Botninn (í eina bleddsu) er búinn til úr:

 • 250 g spelthveiti/hveiti/ryk/duft/sement
 • 3-4 tsk lyftiduft
 • 125 ml vatn
 • 2 msk ólífuolía
 • 1/2 tsk salt

Á bleddsuna (e. pizzuna) hef ég svo fundið upp fullkomna (kjötlausa) samsetningu af áleggi. Hún er eitthvað á þessa leið:

 • sósa
 • ostur
 • kotasæla
 • sveppir
 • sólþurrkaðir tómatar
 • tómatar
 • chili krydd og/eða græn piparkorn (mikilvægt vegna fjarveru pepperóne)

Sósan samanstendur af (og er að einhverju leiti stolin af Sigga Hall)

 • dós af hökkuðum tómötum
 • dós af tómatpúre
 • ólífuolía
 • 1-2 hvítlauksgeirar
 • smá sopi balsamico edik
 • salt / pipar

Smellt í blender/töfrasprota/steypuhrærara.

Baka botnana fyrst í ofni í smástund, henda svo áleggi á, 250 gráðu van-blástur í ofn, baka þar til pizzan er ekki fljótandi lengur og farin að myndast gull-brúnuð ostafilma yfir henni, þ.e. þegar hún fer að líta út fyrir að vera pizza. Stundum hendi ég rucola og balsamico yfir pizzuna eftir bökun. Það er snilld.

(13 + 2i) furðulegar ástæður fyrir því að þetta sé sennilega kjaftæði

Á vefmiðlum, innlendum sem erlendum, eru endalaust magn svokallaðra „link-bait“ frétta, eða „veiði-hlekkja“ eins og það gæti verið þýtt á íslensku. Þessar greinar eru oftar en ekki gjörsamlega innihaldslausar upptalningar á því sem kemur upp þegar þú gúglar viðkomandi viðfangsefni. Þá fjalla þessar greinar um hvernig maður kemur sér í betra form, samsæriskenningar (* things you did not know about …) eða bara hvað sem er.

Það sem stingur mig mest er hvaða tölur eru notaðar. Fyrir nokkrum árum sá ég þetta í fyrsta skipti, á vef-ritinu Mashable (Stappanlegt) og veitti því þá eftirtekt að fyrir einhverja ótrúlega tilviljun voru hlutirnir sem taldir voru upp alltaf af prímtölufjölda (3, 5, 7, 11, 13, 17 …). Síðan þá hefur þetta breyst í einhverskonar tísku. Ritstjórar vef- og fjölmiðla virðast háðir þessum föstum í fyrirsagnir sínar. Ég þekki þónokkuð mikið af fólki sem hefur dágóðan vott af áráttuhegðun á þá leið að það getur ekki með nokkru móti stillt sjónvarp eða útvarp nema á slétttölu-hljóðstyrk (2, 4, 6 …). Því má vissulega ímynda sér afhverju prímtölurnar eru orðnar svona mikið notaðar, því þær fara í taugarnar á þessum hópi fólks og láta það frekar veita þeim athygli.

Þetta er gengið svo langt að þegar ég sé síðan grein með upptalningu á 4, 6, 8, 10, eða 12 hlutum fer ég strax að stórefast um sanngildi hennar! Venjan er að það séu alltaf prímtölur og þær því orðnar einhverskonar auðkenning á að hér sé um að ræða áreiðanlega og trausta heimild fyrir því að ég þarf bara að gera 7 hluti (ekki 6 eða 8) til að fá flatan maga. 12 spora kerfið hefur misst marks og víkur fyrir 11 spora kerfinu, tvíkostadreifing Bernoullis er orðin að þríkostadreifingu og sólarhringurinn orðinn 23 stundir og það er 61 mínúta í klukkustund.

Með ofnotkun prímtalna á þennan hátt munum við brátt verða ónæm fyrir þeim. Við hættum að trúa að þessir 11 hlutir sem við vissum ekki um ísskápa séu í raun sannir. En hvað er þá til bragðs að taka fyrir ritstjóra vef-miðla, sem ólmir vilja að við smellum á sem flesta hlekki á síðum þeirra?

Mín tillaga er að fara bara yfir í næstu talna-veröld og fara að nota tvinntölur í staðinn. 

(Ath. að augljóst er að 2 er prímtala en þar sem það er frekar fátæklegt að vera með upptalningu á tveimur hlutum sleppi ég þeirri tölu úr þessari teoríu minni).